Á stöðugum flótta

Í enn eitt skiptið hef ég ákveðið að skipta um blog-síðu.

Vil meina að það sé af því að ég er svo nýjungagjörn, t.d. vorum við Alda fyrstar til að skipta yfir í bloggar.is og svo skipti hún yfir í 123.is og nú ætla ég að vera fyrst til að fara á blog.is. Ætli sannleikurinn sé ekki bara sá að ég nenni ekki að uppfæra hina síðuna þar sem ég hef ekki bloggað þar í rúman mánuð. En hey, ég lifi í blekkingu...

Undan farin mánuð er ég búin að takast á við marga hluti. Þjálfa, þjálfa og þjálfa, læra og læra, æfa og æfa og margt fleira.. Einnig hef ég djammað helmingi meir en ég hef gert á þessu ári (er búin að fara alls 3var á djammið á árinu)! Þetta vil ég kalla metnað.

Páskarnir eru senn að líða með öllu sínu áti og leti. Tókst reyndar að hjóla fullt á milli áts og taka bottcampæfingu/ar. Já, ekki spyr maður að dugnaðinum.

Ég hef þetta ekki lengra í þetta skiptið, en ég blogga jafnvel aftur í kvöld!

-Brynhildur


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blogga í kvöld?!?

 en til hamingju með nýju síðuna! sjáumst later ;)

Dóra Björk&Sunna (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:14

2 identicon

Mér finnst ég alltaf vera að óska þér til hamingju með nýja síðu.. þannig að ég sleppi því í þetta skiptið.

Megi þessi síða lengi lifa

Lilja (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:29

3 identicon

Góða síða marr ;)

Ég mun fylgjast með þér TÚTTA :D

Tinna (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 19:53

4 identicon

Hehe.. sammála Lilju!!

En ég vona að þessi síða verði langlífari en allar hinar síðurnar þínar!!

Bryndís :D (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband